Macartney er á batavegi

Scott Macartney.
Scott Macartney. Reuters

Bandaríski skíðamaðurinn Scott Macartney, sem slasaðist alvarlega í brunkeppni s.l. laugardag í Kitzbühel í Austurríki, var í dag útskrifaður af sjúkrahúsi í Innsbruck.

Macartney féll í brautinni þegar hann átti skammt eftir í mark og var hraðinn á honum um 140 km/klst. Hann missti meðvitund og rann um 60 metra niður brekkuna. Macartney flaug í dag til Salt Lake City í Bandaríkjunum þar sem hann mun fara í frekari rannsóknir áður en hann fær leyfi til þess að hefja æfingar og keppni að nýju.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert