New York Giants unnu Superbowl

Bandaríska ruðningsliðið New York Giants gerði sér lítið fyrir og vann New England Patriot í úrslitaleik bandarísku ruðningsdeildarinnar, Superbowl, í nótt. Leikurinn endaði 17:14 fyrir New York og var þetta fyrsti og eini leikurinn sem New England tapaði á keppnistímabilinu.

Eru þetta talin óvæntustu úrslit í Superbowl frá því New York Jets vann Baltimore Colts árið 1968.

New York hafði yfirhöndina lengi vel en þegar 2,32 mínútur voru eftir af leiknum skoraði Randy Moss snertimark fyrir New England eftir að hafa gripið sendingu frá  Tom Brady, leikstjórnanda New England.

En  Plaxico Burress skoraði snertimark fyrir New York þegar 35 sekúndur voru eftir af leiktímanum.

David Tyree, leikmaður New York, og Rodney Harrison, leikmaður Patriots.
David Tyree, leikmaður New York, og Rodney Harrison, leikmaður Patriots. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert