Gay hefur ekkert að fela

Tyson Gay.
Tyson Gay. Reuters




Bandaríski heimsmeistarinn í 100 og 200 m. hlaupi, Tyson Gay, segir að það sé 100% öruggt að hann verði ekki einn af þeim sem falli á lyfjaprófi á Ólympíuleikunum í Peking í ágúst. Gay segir að lyfjamál þeirra Marion Jones og Justin Gatlin sýni öðrum íþróttamönnum að það sé erfiðara en áður að komast upp með notkun á ólöglegum lyfjum.

„Ég held að margir hafi áttað sig á því að það er ekki hægt að fara í felur með slíka hluti. Það sem gert er í skjóli myrkurs mun síðar koma fram í dagsljósið,“ sagði Gay en hann hefur á undanförnum dögum verið á ferð í Peking í Kína að skoða aðstæður fyrir ÓL.

Hann sigraði í 100 og 200 m hlaupi á síðasta heimsmeistaramóti árið 2007 og hann hefur sett sér það markmið að sigra í þremur greinum á ÓL í Peking. Að auki ætlar Gay að ná heimsmetinu í 100 m. hlaupi en það er í eigu Asafa Powell frá Jamaíku en hann kom í mark á tímanum 9,74 sek.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert