Björgvin féll í fyrri ferð í Þýskalandi

Björgvin Björgvinsson.
Björgvin Björgvinsson. Árvakur

Björgvin Björgvinsson skíðamaður frá Dalvík féll úr keppni í fyrri ferðinni í svigkeppni í Garmisch Partenkirchen í Þýskalandi í dag þegar keppt var þar í heimsbikarmóti.

Björgvin féll úr keppni snemma í brautinni. Reinfried Herbst frá Austurríki sigraði, Manfred Mölgg frá Ítalíu varð annar og Ivica Kostelic frá Króatíu þriðji. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert