Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra setti í kvöld Bridgehátíð 2008, Icelandair Open, á Hótel Loftleiðum klukkan 19 í kvöld, fimmtudagskvöldið 14. febrúar.
Við sama tækifæri opnaði Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, nýja heimasíðu mótsins. Þúsundir innlendra sem erlendra bridge-áhugamanna munu fylgjast með gangi Bridgehátíðar gegnum heimasíðuna dagana sem mótið fer fram. Hægt verður að fylgjast með gangi mótsins gegnum heimasíðuna og úrslit verða birt jafnóðum. Slóðin er bridge.is/icelandairopen.
Á annað hundrað pör hafa skráð sig til leiks í tvímenningi á mótinu sem fram í kvöld og á morgun. Um helgina fer fram sveitakeppni og þá munu tæplega sjötíu lið etja kappi.