Ragna er á leið á ÓL í Peking

Ragna Ingólfsdóttir Íslandsmeistari í badminton.
Ragna Ingólfsdóttir Íslandsmeistari í badminton. Kristinn Ingvarsson

Ragna Ingólfsdóttir badmintonkona stendur mjög vel að vígi með að vinna sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Peking í sumar. Hún mun að óbreyttu keppa á fimm alþjóðlegum mótum næstu tvo mánuðina og með eðlilegri frammistöðu þar ætti hún að tryggja sér Ólympíusætið á allöruggan hátt.

Nítján Evrópuþjóðir fá keppnisrétt í einliðaleik kvenna á leikunum í Peking, fyrir einn keppanda hver. Fjórtán Evrópuþjóðir eiga keppendur sem eru fyrir ofan Rögnu á heimslistanum eins og staðan er núna. Þar er Ragna í 56. sæti á nýjasta listanum.

Sjá nánari umfjöllun um stöðu Rögnu og möguleika í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert