Góður árangur skylmingamanna

Ragnar Ingi Sigurðsson vann til bronsverðuna á móti í Svíþjóð.
Ragnar Ingi Sigurðsson vann til bronsverðuna á móti í Svíþjóð. Stefán Stefánsson

Íslendingar gerðu það gott á skylmingamóti í Örebro í Svíþjóð um helgina þar sem keppt var í skylmingum með höggsverði. Íslendingar báru sigur úr býtum í liðakeppni og Ragnar Ingi Sigurðsson vann til bronsverðlauna í einstaklingskeppninni.

Alls voru keppendur 31 talsins í flokki fullorðinna og komu þeir fá níu löndum, Svíþjóð, Íslandi, Írlandi, Finnlandi, Þýskalandi, Hollandi, Tékklandi, Bretlandi og Sviss.

Frá Íslandi tóku þátt þeir Ragnar Ingi Sigurðsson frá skylmingadeild FH og þeir Haraldur Hugósson og Sævar Baldur Lúðvíksson frá Skylmingafélagi Reykjavíkur.

Mótið er hluti keppnisraðarinnar "World Cub Satallite" og gefur stig á heimslista FIE sem er alþjóðlega skylmingasambandið.

Fyrri daginn var keppt í einstaklings keppni. Þar lenti í þriðja sæti og efstur Íslendinganna Ragnar Ingi Sigurðsson margfaldur Íslandsmeistari efir mjög harða og tvísýna keppni. Keppni hans um úrslitaleikinn var í reynd á mill á milli tveggja sterkustu manna mótsins enda kom það fram í liðakeppninni daginn eftir að sá sem keppti um gullið átti ekki roð við Ragnari.

Í þrettánda sæti lent hinn 17 ára og efnilegi skylmingamaður Sævar Baldur Lúðvíksson. Með því að lenda í 13.sæti hefur Sævar hækkað sig um tvo sæti í þessari mótaröð frá því í janúar sl. Haraldur Hugósson hafnað í 20. sæti.

 
Á öðrum degi keppninnar var liðakeppni. Þar sigraði  lið Íslands glæsilega og hlaut gull á mótinu. Aðal leikur íslands í liðakeppninni var við þýska liðið sem var mjög sterkt. Íslenska liðið fór illa af stað á móti þjóðverjunum en tók svo af skarið undir miðjum leik og  sigraði glæsilega,  45:40. Úrlistaleikurinn var síðan á móti enska liðinu. Sigur íslendinganna  var aldrei í hættu þar sem þeir sigruðu Englendinga,  45:38.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert