Stefna á Ólympíuleika

Leitinni að nýjum landsliðsþjálfara í handknattleik er lokið því Guðmundur Þórður Guðmundsson var ráðinn í starf sem fjórir voru búnir að hafna á undan honum.

Hann mun stýra því í forkeppni Ólympíuleikanna og í leikjunum við Makedóníu um laust sæti á næsta heimsmeistaramóti.

Hann mun einnig halda áfram með liðið og stýra því á Ólympíuleikunum komist liðið þangað.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í hádeginu tilkynnti Guðmundur Ingvar Ágústsson formaður HSÍ að gerður hefði verið skammtímasamningur við nafna hans Guðmund Þórð Guðmundsson.

Guðmundur Ingvar sagði að þeir sem höfnuðu starfinu á undan Guðmundi Þórði hefðu allir þurft að standa við skuldbindingar annarsstaðar og hefðu verið í störfum sem þeir vildu ekki gefa frá sér og hann tók fram að það væri ekkert nema virðingavert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert