Gott gengi Íslendinga á skákmótinu

Atli Freyr einbeitir sér að taflilnu.
Atli Freyr einbeitir sér að taflilnu. mbl.is/Gunnar Björnsson

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2564) og Stefán Kristjánsson (2476)  eru meðal þeirra sem hafa 2,5 vinning þegar flestum skákum þriðju umferðar Reykjavíkurskákmótsins er lokið. 

Hannes sigraði sambíska alþjóðlega meistarann Amon Simutowe (2457) en Stefán gerði jafntefli við þýsku skákkonuna Elisabeth Paehtz (2420). 

Hinn ungi og efnilegi, Atli Freyr Kristjánsson (2019), sem er aðeins 18 ára, heldur áfram að koma skemmtilega á óvart á mótinu.  Í þriðju umferð sigraði hann serbneska alþjóðlega meistarann Milos Popovic (2405) og hefur náð tveimur vinningum gegn þremur skákmönnum sem allir eru mun stigahærri en hann.

Þrír skákmenn eru sem stendur efstir með fullt hús.  Það eru ítalski stórmeistarinn Fabiano Caruana (2598), gríski stórmeistarinn Stelios Halkias (2580) og úkraínska skákkonan og alþjóðlegi meistarinn Inna Gapanenko (2422).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert