„Verstu meiðsli sem ég hef séð“

Sjúkraliðar fara með Lanzinger af slysstaðnum í Kvitfjell.
Sjúkraliðar fara með Lanzinger af slysstaðnum í Kvitfjell. AP

Norski skurðlæknirinn Lars Engebretsen, sem tók þátt í aðgerðinni á fæti austurríska skíðamannsins  Matthias Lanzinger við Ullevål háskólasjúkrahúsið um s.l. helgi, segir að hann hafi aldrei séð verri íþróttameiðsli á starfsferli sínum sem læknir.

„Fóturinn á Lanzinger var það illa farinn eftir slysið að það var í raun ekki um annað að ræða en að taka fótinn af. Hann var á miklum hraða og þar sem að skíðið losnaði ekki af snérist upp á fótinn með þeim afleiðingum að æðar og taugar skemmdust mikið. Þetta er á meðal verstu íþróttameiðsla sem ég hef séð á mínum starfsferli,“  segir Engebretsen í viðtali við Aftenposten.

Í gær var hluti af vinstri fæti Lanzinger fjarlægður en hann slasaðist á heimsbikarmóti í Kvitfjell um s.l. helgi. 

Lögfræðingur vill fá fótinn sem sönnunargagn

Vinstri fóturinn tekinn af Lanzinger

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert