Ný íþróttasjónvarpsstöð stofnuð?

Frjálsíþróttir yrðu væntanlega umfangsmiklar á nýju íþróttastöðinni.
Frjálsíþróttir yrðu væntanlega umfangsmiklar á nýju íþróttastöðinni. Reuters

„Við teljum að það sé rétt að hugsa aðeins út fyrir rammann og skoða þann möguleika að setja á stofn sjónvarpsstöð sem myndi sinna þörfum 20 sérsambanda úr röðum Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Það er búið að boða fulltrúa 20 sérsambanda á fund á morgun, fimmtudag, og 18 þeirra hafa boðað komu sína,“ sagði Arnþór Sigurðsson formaður Frjálsíþróttasambandsins í gær en hann er einn af frumkvöðlum hugmyndarinnar.

„Það er ljóst að stór hluti íþróttagreina sem stundaðar eru hér á landi komast ekki að í sjónvarpi og við viljum einfaldlega skoða þann möguleika að setja á stofn eigin sjónvarpsstöð," sagði Arnþór.

Sjá nánar viðtal við hann um þetta mál í íþróttablaði  Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert