Örn bjartsýnn

Örn Arnarson
Örn Arnarson Kristinn Ingvarsson

„Mér líst vel á mótið framundan. Ég er í hörkugóðu formi og er þar með bjartsýnn á góðan árangur,“ sagði Örn Arnarson, sundmaður í samtali við Morgunblaðið en hann hefur keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í 50 m laug í Eindhoven í Hollandi í dag með þátttöku í 50 m flugsundi og 100 m baksundi.

Einnig keppir Jakob Jóhann Sveinsson í 100 m bringusundi á mótinu í dag en þeir félagar ríða á vaðið af íslenska hópnum sem einnig telur Ragnheiði Ragnarsdóttur og Sigrúnu Brá Sverrisdóttur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert