EM í sundi: Evrópumeistarinn útilokaður frá frekari keppni

Milorad Cavic, fyrir miðju, við verðlaunaafhendingna þar sem hann klæddist …
Milorad Cavic, fyrir miðju, við verðlaunaafhendingna þar sem hann klæddist bolnum umdeilda. Reuters

Serbinn Milorad Cavic, Evrópumeistari í 50 metra flugsundi á Evrópumótinu í sundi í 50 metra laug sem stendur yfir þessa dagana í Eindhoven í Hollandi, hefur verið vikið úr keppninni og fær ekki taka þátt í fleiri greinum fyrir að klæðast stuttermabol með áletruninni ,,Kosovo er Serbía" í verðlaunaafhendingu.

Aganefnd evrópska sundsambandsins ákvað þetta í morgun en Cavic varð Evrópumeistari í 50 metra flugsundi í fyrradag og var skráður til keppni í 100 metra skriðsundi í morgun og í 100 metra flugsundi sem fram fer á morgun.

Þá var serbneska sundsambandið sektað um 7.000 evrur, jafnvirði 850.000 íslenskar krónur.

„Ég ætlaði ekki að valda neinni reiði og ég gerði þetta ekki til að valda neinu ofbeldi. Markmið mitt var að upphefja landið mitt,“ sagði Cavic við fréttamenn.

Kosovo lýsti yfir sjálfstæði sínu í síðasta mánuði í mikilli óþökk yfirvalda í Serbíu. Kosovo var hérað í Serbíu og segjast stjórnvöld í höfuðborginni Belgrad aldrei munu viðurkenna sjálfstæðið

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert