Ástralskir sundmenn létu hnefana tala

Frá sundkeppni á Íslandi.
Frá sundkeppni á Íslandi. mbl.is/Brynjar Gauti

Ástralski sundmaðurinn Nick D'Arcy hefur beðist afsökunar á slagsmálum sem hann átti þátt í á veitingastað aðfaranótt sunnudags en þar kjálka - og nefbraut hann Simon Cowley sem einnig er sundmaður frá Ástralíu.

Svo gæti farið að D'Arcy yrði útilokaður frá keppni á Ólymppíuleikunum í Peking í Kína en ástralska Ólympíunefndin er að fara yfir hans mál þessa dagana. D'Arcy tryggði sér sæti í ástralska sundliðinu með því að sigra í 200 metra flugsundi á ástralska meistaramótinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert