Kári Steinn sló 32 ára gamalt Íslandsmet

Kári Steinn Karlsson Breiðabliki.
Kári Steinn Karlsson Breiðabliki. mbl.is/Ómar

Kári Steinn Karlsson úr Breiðabliki setti í nótt Íslandsmet í 10 þúsund metra hlaupi á móti hjá Stanford háskólanum í Kaliforníu. Kári hljóp á 29:28,05 mínútum og bætti þar með þrjátíu og tveggja ára gamalt Íslandsmet ÍR-ingsins Sigfúsar Jónssonar. Met Sigfúsar var 30:10,0 mín en Kári bætti sinn besta árangur um rétt rúma mínútu. Ólympíulágmarkið fyrir leikana í Peking í sumar er 28:10,0 mín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert