Íslensk stúlka með Grikkjum á ÓL í Peking?

Yingdong Natatorium, keppnislaugin í Peking þar sem keppt verður í …
Yingdong Natatorium, keppnislaugin í Peking þar sem keppt verður í sundknattleik á ÓL. Reuters

Ung íslensk stúlka hefur vakið verðskuldaða athygli í Grikklandi fyrir leikni sína í sundknattleik og var í byrjun árs valin í kvennalandslið Grikkja í íþróttinni þó hún sé aðeins 16 ára gömul. Hún gæti leikið með því á Ólympíuleikunum í Peking í sumar.

„Það er auðvitað bara æði að vera komin í landsliðið,“ sagði Kristín Krisúla Tsoukala í samtali við Skúla Unnar Sveinsson eftir að hún hafði lokið síðari æfingunni á sunnudaginn.

Gríska landsliðið hefur tryggt sér rétt til að keppa á Ólympíuleikunum í Peking í sumar og að öllu óbreyttu fer Kristín með liðinu þangað. „Ég ætla ekki að segja alveg ákveðið að ég fari, það getur alltaf eitthvað komið upp á. En ég er í liðinu sem á að fara þangað og það væri frábært að taka þátt í því ævintýri," sagði Kristín sem er fædd og uppalin í Grikklandi en ætlar að setjast að á Íslandi.

Sjá nánar viðtal við Kristínu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert