Bandarísku boðhlaupssveitirnar sem unnu til gull- og bronsverðlauna í 4x400 og 4x100 metra boðhlaupum kvenna á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 hafa verið sviptar verðlaunum sínum.
Marion Jones var í sveitunum og hafði áður verið svipt sínum verðlaunum eftir að hún varð uppvís að notkun ólöglegra lyfja. Alþjóða Ólympíunefndin ákvað síðan á fundi sínum í Peking í dag að boðhlaupssveitirnar skyldu í framhaldi af því skila sínum verðlaunapeningum.
Giselle Davies, talsmaður nefndarinnar, staðfesti þetta við fjölmiðla í Peking í dag.