Íslendingar báru sigurorð af Eistum, 3:2, í A-deild Evrópumótsins í badminton í Herning í Danmörku í morgun. Síðar í dag mæta Íslendingar liði Finna um 13. sætið á mótinu en það sæti tryggir áframhaldandi veru í A-deildinni.
Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir tryggðu íslenska sigur í oddalotu en þær lögðu stöllur sínar, 21:14, 20:22 og 21:18.
Í tvenndarleiknum höfðu Ragna og Helgi Jóhannesson betur í viðureign sinni, 21:19 og 21:11 og Helgi og Magnús Ingi Helgason fóru með sigur af hólmi í tvíleiðaleiknum, 21:17 og 21:12.
Sara Jónsdóttir tapaði viðureign sinni, 21:17, 8:21 og 9:21 og Atli Jóhannesson tapaði í einliðaleik sínum, 8:21 og 9:21.
Það er þó ljóst að róðurinn verður erfiður því Finnar eru mun sterkari á pappírunum. Ísland hefur fimmtán sinnum leikið landsleik gegn Finnum í badminton en aðeins fjórum sinnum sigrað. Síðasti sigur Íslands gegn Finnlandi var árið 1988. Ef heimslistastaða leikmanna er skoðuð standa Finnar einnig töluvert betur.