Guðmundur sænskur meistari

Guðmundur E. Stephensen varð í gær sænskur meistari með Eslöv.
Guðmundur E. Stephensen varð í gær sænskur meistari með Eslöv. mbl.is/Golli

Guðmundur E. Stephensen margfaldur Íslandsmeistari í borðtennis varð í gærkvöld sænskur meistari með Eslöv. Guðmundur og félagar hans lögðu Halmstad, 5:2, í gær og unnu þar með úrslitaeinvígið, 3:0.

Guðmundur stóð sig frábærlega en hann vann sína leiki. Fyrst lagði hann Niklas Rönningborn, 3:0 (11:2, 11:7 og 11:6). Guðmundur innsiglaði svo sigur Eslöv þegar hann sigraði Henrik Olsson örugglega, 3:0 (12:10, 11:4 og 11:9).

Guðmundur vann alla sína sex leiki í úrslitaeinvíginu á móti Halmstad og í vetur tapaði hann aðeins einum leik sem er frábær árangur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert