Ólympíuleikvangurinn sýndur

Blaðamenn fengu í dag að skoða Hreiðrið, ólympíuleikvanginn í Peking þar sem sumarólympíuleikarnir verða haldnir í ágúst. Leikvangurinn er mikið mannvirki, kostaði 3,5 milljarða yuan, jafnvirði rúmra 37 milljarða króna, og tók 4 ár í byggingu. 

Byggingin hófst í desember 2003 og henni lauk 14 vikum á eftir áætlun. Opnunarhátíð leikanna verður á vellinum og lokahátíðin einnig. Þar mun einnig fara fram keppni í frjálsum íþróttum og úrslitaleikir knattspyrnukeppninnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert