Þróttur í Neskaupstað Íslandsmeistari

Ungir aðdáendur fagna með leikmönnum í leikslok.
Ungir aðdáendur fagna með leikmönnum í leikslok. mbl.is/Kristín

Þróttur úr Neskaupstað var í kvöld Íslandsmeistari kvenna í blaki með því að sigra Þrótt úr Reykjavík, 3:1, í hörkuspennandi oddaleik liðanna sem fram fór í íþróttahúsinu í Neskaupstað.  Fjöldi manns var á leiknum og mikil stemmning í íþróttahúsinu í Neskaupstað.

Austankonur unnu tvær fyrstu hrinurnar á sama hátt, 26:24, en Þróttur úr Reykjavík vann þriðju hrinuna, 25:19, og staðan var þá 2:1 fyrir heimaliðið. Allt stefndi í að þær reykvísku væru að tryggja sér oddahrinu því þær voru komnar í 24:20 í fjórðu hrinu. Norðfirðingar jöfnuðu metin, 24:24, og tryggðu sér að lokum sigur í hrinunni, 28:26, og þar með Íslandsmeistaratitilinn.

Með þessum sigri hefur Þróttur Neskaupstað unnið alla titla sem í boði voru á vetrinum: Deildarmeistarar, Bikarmeistarar og Íslandsmeistarar, auk þess sem lið ársins í blaki kvenna var eingöngu skipað stúlkum úr Þrótti Nes.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert