Sigrún Brá setti Íslandsmet

Sigrún Brá Sverrisdóttir, fyrir miðju, setti nýtt met í dag.
Sigrún Brá Sverrisdóttir, fyrir miðju, setti nýtt met í dag. mbl.is/Frikki

Sigrún Brá Sverrisdóttir, sundkona úr Fjölni, setti nú síðdegis nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 400 metra skriðsundi á aldursflokkameistaramóti Íslands í Reykjanesbæ.

Sigrún Brá synti á 4:17,35 mínútum og bætti meti sitt frá þessu sama móti á síðasta ári um 1,28 sekúndur.

Öðrum keppnisdegi af fjórum á mótinu var að ljúka. Lið ÍRB úr Reykjanesbæ er með örugga forystu í stigakeppni félaganna og er komið með 2.010 stig en Ægir er í öðru sæti með 1.664 stig og Sundfélag Hafnarfjarðar er í þriðja sæti með 981 stig. ÍRB hefur unnið stigakeppni mótsins undanfarin fjögur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert