Ásdís náði Ólympíulágmarkinu í spjótkasti

Ásdís Hjálmsdóttir sló eigið met í dag.
Ásdís Hjálmsdóttir sló eigið met í dag. mbl.is/Eggert

Ásdís Hjálmsdóttir bætti í dag Íslandsmet sitt í spjótkasti kvenna og náði jafnframt lágmarkinu fyrir Ólympíuleikana í Peking þegar hún kastaði 57,49 metra í Evrópubikarkeppninni í Tallinn í Eistlandi.

Fyrra met Ásdísar var 57,10 metrar og hún setti það fyrir þremur árum. Ólympíulágmarkið er 57 metrar sléttir. Hún er þriðji frjálsíþróttamaðurinn sem tryggir sér keppnisrétt í Peking en hinir eru Þórey Edda Elísdóttir, stangarstökkvari, og Bergur Ingi Pétursson, sleggjukastari, en þau eru einnig í íslenska landsliðinu sem nú keppir í Tallinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert