Sundsambandið tilkynnir 7 keppendur á ÓL

Erla Dögg Haraldsdóttir keppir í tveimur greinum í Peking.
Erla Dögg Haraldsdóttir keppir í tveimur greinum í Peking. mbl.is/Brynjar Gauti

Sundsamband Íslands sendi Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands í dag tillögu um sjö sundmenn sem keppi fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Peking, af þeim átta sem hafa náð lágmörkum fyrir leikana.

Jafnframt leggur SSÍ til að tveir þjálfarar fylgi liðinu, Jack Pellegrin og Ólafur Þ. Gunnlaugsson, en Steindór Gunnarsson sagði af sér sem landsliðsþjálfari fyrr í þessari viku.

Samkvæmt tillögu SSÍ verða keppendur Íslands í Peking eftirtaldir:

Árni Már Árnason í 50 m skriðsundi.
Erla Dögg Haraldsdóttir í 100 m bringusundi og 200 m fjórsundi.
Hjörtur Már Reynisson í 100 m flugsundi.
Jakob Jóhann Sveinsson í 100 m bringusundi og 200 m bringusundi.
Ragnheiður Ragnarsdóttir í 50 m skriðsundi og 100 m skriðsundi.
Sigrún Brá Sverrisdóttir í 200 m skriðsundi.
Örn Arnarson í 100 m skriðsundi og 100 m baksundi.

Erla Dögg ákvað fyrr í dag að keppa ekki í 200 m bringusundi í Peking, enda þótt hún hefði náð lágmarkinu í þeirri grein.

Hrafnhildur Lúthersdóttir náði lágmarki í 100 m bringusundi en Erla Dögg á betri tíma og mun því keppa í þeirri grein. Hópurinn getur enn stækkað því frestur til að ná lágmörkum er til 15. júlí.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert