Peirsol og Coughlin bættu heimsmet

Aaron Peirsol og Natalie Coughlin bættu heimsmetin í 100 metra baksundi í karla og kvennaflokki á bandaríska úrtökumótinu fyrir ÓL í gær. Peirsol bætti eigið met og kom í mark á 52,89 sek en gamla metið var 52,98 sek. Coughlin er fyrsta konan sem nær að synda vegalengdina undir 59 sekúndum en heimsmet hennar er 58,97 sek. 

Alls hafa 6 heimsmet fallið á bandaríska úrtökumótinu. Michael Phelps sigraði í 200 metra skriðsundi og var hann 24/100 frá eigin heimsmeti. Phelps kom í mark á tímanum 1.44,10 mín.

Aaron Peirsol fagnar heimsmeti sínu.
Aaron Peirsol fagnar heimsmeti sínu. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert