Sundmaðurinn Sindri Þór Jakobsson úr ÍRB varð í dag norskur meistari í 1500 m skriðsundi í unglingaflokki á norska meistaramótinu í 50 m laug. Í opnum flokki hafnaði Sindri jafnframt í öðru sæti. Tími Sindra var 16.34,99 sem er bæting á Íslandsmeti pilta í greininni um tæpar 17 sekúndur.
Í gær vann Sindri til silfurverðlauna í 100 m flugsundi í unglingaflokki á sama móti.