Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius, sem missti báða fæturna á unga aldri en notar gervifætur frá stoðtækjaframleiðandanum Össuri, mistókst í kvöld að vinna sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum.
Pistorius, sem keppti á móti í Luzern í Sviss, náði sínum besta árangri í 400 metra hlaupi en það dugði honum ekki að lágmarkinu fyrir Ólympíuleikanna. Hann kom í mark þriðji á 46,25 sekúndum en þetta var lokatækifæri Pistorius að ná lágmarkinu. Ólympíulágmarkið í greininni er 45,55 sek.
Öll von er þó ekki úti fyrir þennan 21 ára hlaupara á að keppa í Peking því möguleiki er að hann verði valinn í boðhlaupssveitina í 4x400 metra hlaupi en Suður-afríska frjálsíþróttasambandið mun um komandi boðhlaupssveitina.
Alþjóðaíþróttamáladómstóllinn komst í vor að þeirri niðurstöðu, að Pistorius ætti rétt á að taka þátt á Ólympíuleikunum og keppa við fullfríska hlaupara næði hann settu lágmarki.