Ítalskur hjólreiðamaður féll á lyfjaprófi

Riccardo Ricco á blaðamannafundi eftir að hann vann dagleið í …
Riccardo Ricco á blaðamannafundi eftir að hann vann dagleið í Frakklandshjólreiðunum í vikunni. Reuters

Ítalski hjólreiðamaðurinn Riccardo Ricco féll á lyfjaprófi meðan á Frakklandshjólreiðunum stóð. Lögregla fór inn í liðsrútu Saunier-Duval hjólreiðaliðsins í morgun og sótti Ricco. Áhorfendur púuðu á hjólreiðamanninn þegar lögreglan leiddi hann á brott.

Að sögn AP fréttastofunnar varð Ricco uppvís að því að hafa tekið steralyfið EPO. Haft er eftir Pierre Bordry, yfirmanni frönsku lyfjanefndarinnar, að Ricco hefði verið tekinn í lyfjapróf eftir fjórða áfanga hjólreiðanna í síðustu viku.

Ricco hefur unnið tvo áfanga í keppninni, sem nú stendur yfir og varð annar í Ítalíuhjólreiðunum. Hann er þriðji keppandinn, sem fellur á lyfjaprófi í Frakklandshjólreiðunum í ár. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka