Cavendish vann aftur

Mark Cavendish fagnar sigrinum í dag.
Mark Cavendish fagnar sigrinum í dag. Reuters

Breski hjólreiðamaðurinn Mark Cavendish vann 13. dagleið Frakklandshjólreiðanna, 182 km vegalengd sem hjóluð var í dag á milli Narbonne og Nimes. Þetta er fjórði áfangasigur Cavendish en hann vann einnig 12. dagleiðina í gær.

Ástralinn Cadel Evans heldur hins vegar gulu treyjunni en hann hefur 1 sekúndu forskot á Lúxenborgarmanninn  Frank Schleck og 38 sekúndna forskot á Bandaríkjamanninn Christian Vande Velde í heildarkeppninni.

Fyrr í dag var ítalski hjólreiðamaðurinn Riccardo Riccó rekinn úr Saunier Duval liðinu en Riccó var handtekinn í gær eftir að í ljós kom að hann féll á lyfjaprófi fyrr í keppninni. Þrír keppendur hafa til þessa orðið uppvísir að því að nota óleyfileg lyf.

Cadel Evans klæðir sig í gulu treyjuna í dag.
Cadel Evans klæðir sig í gulu treyjuna í dag. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert