Yfir 5.000 keppendur taka þátt í Evrópuleikunum sem fram fara í Barcelona á Spáni þessa dagana. Leikarnir eru haldnir fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og kynskiptinga og hafa verið haldnir árlega frá árinu 1992.
Keppendur hafa reyndar oft verið fleiri á leikunum og voru til að mynda 14.000 í Amsterdam árið 1998 og er það mesti fjöldi í sögu leikanna.
Setningarhátíðin var haldin með pompi og prakt í gær og standa leikarnir yfir fram á sunnudag.