Frakkinn Sylvain Chavanel var fljótastur á 19. dagleið Frakklandshjólreiðanna, sem farin var í dag milli Roanne og Montlucon. Um var að ræða 165,5 km leið. Spánverjinn Carlos Sastre heldur þó forustunni í keppninni, sem lýkur á sunnudag.
Sastre er með 1,24 mínútna forskot á Frank Schleck frá Lúxemborg og 1,33 mínútna forskot á Austurríkismanninn Bernhard Kohl.
Gera má ráð fyrir að úrslitin ráðist í tímatökuáfanga á morgun en Ástralinn Cadel Evans þykir sigurstranglegastur þar sem hann er besti spretthjólreiðamaðurinn af þeim sem enn eiga möguleika á sigrinum.