„Bensínlaus tankur“

Silja Úlfarsdóttir keppir á Meistaramóti Íslands í dag og lætur …
Silja Úlfarsdóttir keppir á Meistaramóti Íslands í dag og lætur síðan staðar numið. mbl.is/Frikki

Ein sigursælasta frjálsíþróttakona landsins, hlaupadrottningin Silja Úlfarsdóttir, hefur rakað saman verðlaunum í hinum ýmsu hlaupum gegnum tíðina. Nú er komið að tímamótum í hennar lífi því Silja keppir um helgina á sínu síðasta móti, Meistaramóti Íslands á Laugardalsvellinum sem fram fer í dag og á morgun.

„Ég tók nú eiginlega lokaákvörðun um þetta í miðju hlaupi. Mér fannst eins og líkaminn tæki ákvörðunina, eins skringilega og það hljómar. Ég stoppaði ósjálfrátt eftir átta grindur og horfði bara á hinar stelpurnar hlaupa í mark og mér fannst ekkert eins og að ég væri að taka ákvörðun um að stoppa. Þetta var svo ofboðslega ómeðvitað. Þá vissi ég bara að þetta var seinasta hlaupið mitt og að nóg væri komið. Tankurinn var einfaldlega bensínlaus,“ sagði Silja, sem hefur alla tíð verið mikil keppnismanneskja en síðustu ár hafa reynst líkamanum erfið.

Sjá ítarlegt viðtal við Silju á íþróttasíðu í 24 stundum í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert