FH-ingar efstir eftir fyrri keppnisdag

Örn Davíðsson varð annar í spjótkastinu í dag, en FH …
Örn Davíðsson varð annar í spjótkastinu í dag, en FH átti þar fjóra efstu keppendurna. HAG

FH er efst í stigakeppni bæði karla og kvenna eftir fyrri keppnisdag á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Laugardalsvelli. Í heildarstigakeppninni hefur FH hlotið 20.420 stig eftir 17 greinar af 37, ÍR kemur næst með 11.845 og Breiðablik er í þriðja með 11.238.

Í stigakeppni kvenna hefur FH forystu með 7.531 stig, ÍR hefur 7.458 stig og Breiðablik 6.186. Hjá körlunum er FH langefst með 12.889 stig, Breiðablik hefur 5.052 og ÍR 4.387 stig.

Enn á þó eftir að staðfesta úrslit úr hástökki karla og stangarstökki kvenna frá því í dag.

Keppni heldur áfram á morgun á Laugardalsvellinum og hefst klukkan 12 með keppni í undanrásum 200 metra hlaups karla. Mótið stendur fram til kl. 16:30 og lýkur með 4x400 metra boðhlaupum karla og kvenna.

Nánari dagskrá og úrslit má finna á mótasíðu FRÍ

Sjá fyrri fréttir í dag:
"Gaman að koma aftan að þeim"
Kristbjörg fyrst til að kasta yfir 50 metra.
Silja byrjar vel á sínu fyrsta móti.
"Vissi ekki einu sinni af honum".

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert