Ólympíumúrar í Kína

Fágað og flott á yfirborðinu
Fágað og flott á yfirborðinu Reuters

Ferðamenn í Peking yfir Ólympíuhátíðina munu vafalítið sjá ógrynni auglýsingaspjalda víðs vegar í bænum. Mörg þeirra eru þó aðeins sett upp til að fela þær götur og hús sem ekki þykja falla að ímynd stjórnvalda um fágun og flottheit.

Frá þessu er greint í New York Times en blaðamaður þess blaðs segir ekki eingöngu barist gegn mikilli loftmengun í borginni heldur sé meira eða minna búið að byrgja ferðamönnum alla sýn á það sem miður er í borginni með múrum og risaspjöldum.

Eiga því engir að verða var við annað en glansmyndir á götur Peking þá daga sem leikarnir standa yfir en þeir hefjast þann áttunda ágúst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka