Stefán Hallgrímsson varð í vikunni Evrópumeistari í fimmtarþraut í flokki 60-65 ára. Stefán hlaut 3.763 stig í mótinu sem fram fór Slóveníu.
Stefán byrjaði á því að stökkva 4,42 metra í langstökki, kastaði síðan spjótinu 42,56 metra, hljóp 200 metrana á 29,74 sekúndum og kastaði kringlunni 38,99 metra. Að lokum hljóp hann 1.500 metrana á 5.20,25 og endaði sem sigurvegari.
Þjóðverji varð í öðru sæti með 3.407 stig.