Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sigraði í stórsvigskeppni í Álfubikarnum á Hotham-fjalli í Ástralíu í dag en hann hefur verið sigursæll í þeirri keppni undanfarin ár.
Fredrik Nordh frá Svíþjóð varð annar og Vincent Adrait frá Frakklandi þriðji. Gísli Rafn Guðmundsson endaði í 13. sæti á mótinu og Stefán Jón Sigurgeirsson í 20. sæti en Árni Þorvaldsson lauk ekki keppni.
Karlalandsliðið dvelur í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi við æfingar og keppni um þessar mundir er þetta þriðja árið í röð sem farið er á þessar slóðir til að búa það undir átök vetrarins.