Sundmaðurinn Michael Phelps er orðinn einn merkasti íþróttamaður sögunnar eftir að hafa unnið til átta gullverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking og þar með samtals unnið 14 ólympíugull á ferlinum. „Ekkert er ómögulegt,“ sagði Phelps eftir afrekin í Peking. Þótt hann hafi verið að tala þar um frábæran árangur sinn gæti þó ákveðin yfirlýsing verið fólgin í orðum hans, því leið hans til Peking var löng og ströng.