Vel tekið á móti Kanter og Vésteini

Frá hátíðinni í miðborg Tallin.
Frá hátíðinni í miðborg Tallin.

Mikið hátíð var í miðborg Tallin í gær þar sem Eistlendingar fögnuðu þremur verðlaunahöfum sínum frá Ólympíuleikunum í Peking. Þeirra á meðal voru Gert Kanter, ólympíumeistari í kringlukasti og þjálfari hans til átta ára, Vésteinn Hafsteinsson.

Kanter er fremsti kringlukastari heims um þessar mundir og varð heimsmeistari í greininni í fyrra. Vésteinn flutti stutt ávarp á hátíðinni þar sem hann þakkaði Eistlendingum fyrir veittan stuðning með von um að Kanter haldi stöðu sinni sem fremsti kringlukastari heims næstu árin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert