Rimaskóli Norðurlandameistari

Rimaskóli að tafli.
Rimaskóli að tafli. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skáksveit Rimaskóla varði í dag Norðurlandameistari grunnskólasveita er hún vann öruggan 4-0 sigur á danskri sveit í lokaumferð mótsins. Fyrir umferðina hafði sveitin reyndar nokkuð öruggt forskot, eða einn og hálfan vinning.

Í sveit Rimaskóla eru Hjörvar Steinn Grétarsson, Hörður Aron Hauksson, Sigríður Björg Helgadóttir, Dagur Ragnarsson og Jón Trausti Harðarson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert