Enn einn sigurinn hjá Stefáni

Stefán Hallgrímsson.
Stefán Hallgrímsson. mbl.is

Stefán Hallgrímsson hrósaði sigri í tugþraut á öldungamóti, European Master Games, sem fram fór í Malmö í Svíþjóð um nýliðna helgi. Stefán hlaut samtals 7.739 stig og varð rúmlega 500 stigum á undan næsta manni.

Cela Vladis frá Lettlandi varð annar með 7.202 stig og Litháinn Zaniauskas Vladas þriðji með 7.037 stig.

Stefán keppti í 60 ára flokki en hann hefur gert það gott á öldungamótum og varð til að mynda Evrópumeistari í fimmtarþaut í júlímánuði á móti sem fram fór í Slóveníu, heimsmeistari varð Stefán í fimmtarþraut fyrir tveimur árum og þá varð hann heimsmeistari í sömu grein fyrir fjórum árum

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert