Heimsmeistarinn í 100 metra hlaupi, Bandaríkjamaðurinn Tyson Gay, er meiddur í læri og getur ekki tekið þátt í 100 metra hlaupinu í Brüssell í kvöld. Hlaupsins hefur verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu enda stefndi í keppni þriggja spretthörðustu manna heims, Gay, heimsmetshafans og ólympíumeistarans Usain Bolt og Asafa Powell fyrrum heimsmethafa.
Þrátt fyrir að Gay geti ekki keppt búast margir við því að heimsmetið fallið en Bolt sló heimsmetið á Ólympíuleikunum í Peking þegar hann hljóp skeiðið á 9,69 sekúndum. Hann hefur lofað því að taka á öllu sínu í kvöld sem verður hans síðasta hlaup á árinu og Powell hyggst veita honum keppni en Powell hljóp á 9,72 sekúndum á móti í Lausanne í Sviss fyrr í vikunni.