Síðasta daman á barnum

Svona verða móttökurnar í Toronto fari Sundin til erkifjendanna í …
Svona verða móttökurnar í Toronto fari Sundin til erkifjendanna í Vancouver. Reuters

Sænska íshokkístjarnan Mats Sundin sem leikið hefur um 13 ára skeið með Toronto Maple Leafs og orðinn er nokkurs konar tákn liðsins á þeim tíma er samningslaus og bíður sallarólegur meðan flest lið NHL deildarinnar bera í víurnar.

Sundin sem þykir, að fráskildum Peter Forsberg, einn besti sænski leikmaður heims í íshokkíi þykir þar hafa sett blett á mannorð sitt en hann hefur löngum verið þekktur af góðu einu og þykir alfarið laus við stæla og læti sem oft fylgja stórstjörnum.

Nú hins vegar situr hann sallarólegur og tekur við hverju gylliboðinu á fætur öðru en gefur ekkert út um hvort eða hvenær hann tekur ákvörðun.

Spekingar vestra veðja helst á að hann fari til Vancouver Canucks sem er eitt af erkifjendum Toronto.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert