Fatlaðir ósáttir við konungborna

Forseti Íslands er ekki viðstaddur Ólympíumót fatlaðra.
Forseti Íslands er ekki viðstaddur Ólympíumót fatlaðra. Brynjar Gauti

Iþróttasamtök fatlaðra í Danmörku eru ósátt við að enginn úr dönsku konungsfjölskyldunni skyldi gefa sér tíma til að vera viðstaddir Ólympíumót fatlaðra sem nú stendur yfir.

Þykir þetta miður með tilliti til þess að viðburðurinn er hinn stærsti hjá fötluðum engu síður en hjá heilum og ekki vantaði konungsborið fólk á Ólympíuleikunum sjálfum.

Forseti Íslands er ekki viðstaddur ólympíumót fatlaðra né heldur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra en Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra er heiðursgestur íslenska hópsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert