Ólympíumót fatlaðra hafið

Lið Japana veifar til áhorfenda í Fuglshreiðrinu í dag.
Lið Japana veifar til áhorfenda í Fuglshreiðrinu í dag. Reuters

Hu Jintao, forseti Kína, setti í dag 13. ólympíumót fatlaðra í Peking en þar hefur vegleg opnunarhátíð staðið yfir í Fuglshreiðrinu svonenda í dag.  Fimm íslenskir íþróttamenn keppa á mótinu og mun Sonja Sigurðardóttir ríða á vaðið og keppa í 50 metra baksundi á mánudag.

Auk hennar keppa Jón Oddur Halldórsson í 100 metra hlaupi, Baldur Ævar Baldursson keppir í langstökki, Eyþór Þrastarson keppir í 400 metra skriðsundi og 100 metra baksundi og  Þorsteinn Magnús Sölvason keppir í lyftingum.

Setningarathöfnin var mikil skrautsýning.
Setningarathöfnin var mikil skrautsýning. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka