West Ham leikur án auglýsinga á morgun

XL hefur auglýst á búningi West Ham.
XL hefur auglýst á búningi West Ham. Reuters

Enska knattspyrnuliðið West Ham hefur slitið auglýsingasamningi við XL Holidays en móðurfélag þess, XL Leisure, hefur hætt starfsemi og er gjaldþrota. Merki XL hefur verið á búningum West Ham en liðið mun leika í auglýsingalausum búningum gegn  West Bromwich Albion í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Fram kemur í yfirlýsingu á vef West Ham, að í ljósi atburða í dag hafi félagið ákveðið að slíta sambandi sínu við XL. Hefur West Ham hætt sölu á búningum félagsins og mun fjarlægja auglýsingar XL af leikvangi sínum.  

West Ham gerði þriggja ára samning við XL í febrúar á síðasta ári og átti að fá 7,5 milljónir punda, 1,2 milljarða króna, á tímabilinu fyrir auglýsingar á búningi félagsins. Félagið hafði aðeins fengið 2,5 milljónir punda greiddar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert