Holm er hættur

Svíinn Stefan Holm
Svíinn Stefan Holm AP

Stefan Holm, sænski hástökkvarinn, sem varð Ólympíumeistari 2004 í Aþenu, er hættur keppni. Hann lauk keppnisferlinum með sigri á móti í heimabæ sínum í dag.

„Þetta var sérstakt, mjög tilfinningaþrungið. Ég hafði ekki séð suma af þessum strákum síðan ég var í skóla,“ sagði Holm, sem er orðinn 32 ára gamall.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert