Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Frökkum í mikilvægum leik í undankeppni EM kl. 14 í dag. Margrét Lára Viðarsdóttir segir liðið hafa beðið lengi eftir þessari stund. Í viðtali við sunnudagsblað Morgunblaðsins ræðir hún uppsveifluna í kvennaboltanum og nýjan kennslumynddisk í fótbolta sem hún kemur að.
Hún segir að stelpur í dag sjái fyrir sér að fótbolti geti verið meira en áhugamál því þær geti vel skapað sér feril sem atvinnumenn í íþróttinni rétt eins og strákarnir.
Leikurinn í dag er mikilvægasta leik í sögu landsliðsins þegar það etur kappi við Frakka í hreinum úrslitaleik um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða. ,,Stelpunum okkar“ dugar jafntefli til að tryggja sér farseðilinn í úrslitakeppnina sem fram fer í Finnlandi á næsta ári en fari Frakkar með sigur af hólmi fær íslenska liðið annað tækifæri en þá leikur það í umspili um laust sæti.
Mikill áhugi er hjá íslensku
þjóðinni á leiknum. Mikið húllumhæ verður í Vetrargarðinum í Smáralind
þar sem leikurinn verður sýndur á risatjaldi og mótanefnd KSÍ ákvað að
færa leikina í lokaumferð Landabankadeildar karla til klukkan 16 en
leikur Frakka og Íslendinga verður flautaður á klukkan 14 að íslenskum
tíma.