Thorkildsen bestur í Evrópu

Andreas Thorkildsen spjótkastari frá Noregi.
Andreas Thorkildsen spjótkastari frá Noregi. Reutrs

Norski spjótkastarinn Andreas Thorkildsen var í dag útnefndur frjálsíþróttamaður ársins í Evrópu en þessi 26 ára gamli Norðmaður varði ólympíumeistaratitil sinn í Peking í síðasta mánuði þegar hann þeytti spjótinu 90,56 metra og setti um leið nýtt ólympíumet.

Thorkildsen hefur verið siguræll á árinu en á fimm stórmótum hefur hann staðið uppi sem sigurvegari og Norðmaðurinn hefur tekið stefnuna á að vinna sitt þriðja ólympíugull þegar leikarnir verða haldnir í London eftir fjögur ár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka