Indverski skákmaðurinn Viswanathan Anand varði heimsmeistaratitilinn í skák þegar hann gerði jafntefli við Rússann Vladímír Kramnik í 11. einvigisskák þeirra í Bonn í dag.
Anand hafði hvítt í skákinni í dag og var samið um jafntefli eftir 24 leiki. Anand hafði þá tryggt sér 6½ vinning og sigur í einvíginu þannig að ekki þarf að tefla 12. og síðustu skákina.
Verðlaunaféð var 1,5 milljónir evra og skiptist það jafnt á milli skákmannanna tveggja.