Björninn lagði Skautafélag Reykjavíkur að velli, 11:5, á Íslandsmóti meistaraflokks karla í íshokkí í Egilshöllinni í kvöld.
SR var yfir eftir fyrstu lotu, 3:2, og komst í 4:2 í byrjun annarar lotu. Bjarnarmenn svöruðu því með fimm mörkum í röð, 7:4, og þeir höfðu leikinn í höndum sér eftir það.
Birgir Hansen skoraði 3 mörk fyrir Björninn, Kolbeinn Sveinbjarnarson 2 og þeir Gunnar Guðmundsson, Úlfar Jón Andrésson, Sergei Zak, Trausti Bergmann, Einar Sveinn Guðnason og Vilhelm Már Bjarnason eitt mark hver. Þeir Gunnar og Úlfar áttu tvær stoðsendingar hvor og Dennis Hedström markvörður átti eina.
Daniel Kolar skoraði tvö mörk fyrir SR og þeir Steinar Páll Veigarsson, Egill Þormóðsson og Arnþór Bjarnason eitt hver.
Þetta var annar sigur Bjarnarins í 8 leikjum á tímabilinu og liðið er því komið með 6 stig. Skautafélag Akureyrar er með 18 stig eftir 8 leiki og Skautafélag Reykjavíkur 15 stig eftir 10 leiki.